Trúnaður ríkir um þingsályktunartillögu

Forsvarsmenn flokkanna við upphaf fundarins í dag.
Forsvarsmenn flokkanna við upphaf fundarins í dag. mbl.is/Golli

Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, kynnti drög að þingsályktunartillögu um Evrópusambandsaðild fyrir formönnum stjórnarandstöðuflokkanna á fundi sem lauk síðdegis. Trúnaður ríkir um endanlegan texta tilögunnar. Þetta kom fram í kvöldfréttum RÚV.

Ríkisstjórnin hyggst leggja fram þingályktunartillögu á sumarþinginu þess efnis að gengið verði til viðræðna við Evrópusambandið um aðild Íslands að sambandinu. Samfylkingarfólk telur að þingmeirihluti sé fyrir því.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka