Seðlabankinn mat hver kostnaðurinn af fjármálaáfalli gæti orðið og birti í fjármálastöðugleikaskýrslu í maí í fyrra. Með hliðsjón af alþjóðlegri reynslu taldi bankinn að heildartap við fjármálaáfall gæti numið allt að 400 til 500 milljörðum króna eða 30-40% af vergri landsframleiðslu eins árs, en það myndi dreifast á allmörg ár.
Matið gerði Seðlabankinn eftir að hafa fengið einn færasta fjármálakreppusérfræðing heims, Andrew Gracie, til að meta mögulegar leiðir vegna svartrar stöðu bankanna. Morgunblaðið hefur glærur sérfræðingsins undir höndum.
Með Gracie voru áætlanir gerðar tækist Glitni ekki að fjármagna sig fyrir stóran gjalddaga í október og færi í þrot. Ráðuneytisstjórar helstu ráðuneyta fengu kynningu. 8