Æ fleiri bú eru gerð upp

Tilkynningum um skiptalok í þrotabúum hefur fjölgað verulega upp á síðkastið. Þannig hafa það sem af er árinu birst í Lögbirtingablaðinu tilkynningar um að skiptum hafi lokið í alls 406 þrotabúum. Þá hefur einnig orðið mikil fjölgun tilkynninga um gjaldþrot fyrirtækja og einstaklinga, þar sem bústjórarnir eru að auglýsa eftir kröfum í viðkomandi bú.

Í gær birtust 18 tilkynningar um að skiptum hafi lokið í þrotabúum. Um er að ræða 17 fyrirtæki og einn einstakling. Viðkomandi aðilar eru staðsettir víða um land, en flestir á höfuðborgarsvæðinu Kröfur í búin 18 námu alls rúmlega 2007 milljónum króna. Í 16 þrotabúum fundust engar eignir og töpuðu kröfuhafar þar samtals rúmum 519 milljónum króna.

Gjaldþrotin eru misjafnlega stór í sniðum, allt frá 4,6 milljónum upp í tæpar 913 milljónir króna. Fjallað er um ákveðin þrotabú í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert