Árni aftur í dýralækningar

Árni M. Mathiesen.
Árni M. Mathiesen.

Árni M. Mathiesen, fyrrverandi alþingismaður og fjármálaráðherra, hefur ráðið sig sem dýralækni hjá Dýralækniþjónustu Suðurlands á Stuðlum í Ölfusi.

Fram kemur í héraðsblaðinu Dagskránni, að Árni kemur inn í stað Sigurðar Inga Jóhannssonar, sem hefur starfað hjá Dýralæknaþjónustunni í fjölda ára en er nú að setjast á Alþingi fyrir Framsóknarflokkinn í Suðurkjördæmi. 

Dagskráin segir, að Árni sé nú  í starfsþjálfun enda hafi hann ekki unnið við dýralækningar í 20 ár.

Dagskráin

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka