Ekki hvíli leynd yfir samkomulagi stjórnarflokka um ESB

Formenn stjórnarflokkanna kynntu þingsályktunartillöguna fyrir leiðtogum stjórnarandstöðuflokkanna í gær í …
Formenn stjórnarflokkanna kynntu þingsályktunartillöguna fyrir leiðtogum stjórnarandstöðuflokkanna í gær í trúnaði. mbl.is/Golli

Ekki er minnsta ástæða til þess að halda leynd yfir þeim drög­um að þings­álykt­un­ar­til­lögu rík­is­stjórn­ar­inn­ar sem lögð voru fram á fundi með stjórn­ar­and­stöðunni í gær, að sögn Bjarna Bene­dikts­son­ar, for­manns Sjálf­stæðis­flokks­ins.

„Nú fyrst rík­is­stjórn­in er búin að koma sér sam­an um grund­völl aðild­ar­um­sókn­ar að Evr­ópu­sam­band­inu, þá er eðli­legt að hún leggi þá til­lögu fram til kynn­ing­ar," seg­ir Bjarni.

Hann seg­ir enga kröfu af sinni hálfu að leynd hvíli yfir ferl­inu, það eigi þvert á móti að vera opið og gagn­sætt. „Það er al­veg frá­leitt að rík­is­stjórn­in treysti sér ekki til að greina frá helstu for­send­um fyr­ir aðild­ar­um­sókn. Er ekki kom­inn tími til að rík­is­stjórn­in sýni eða leggi fram efni þess sam­komu­lags sem tek­ist hef­ur milli stjórn­ar­flokk­anna í þessu efni?"

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert