Flugmenn senda formlega kvörtun til ESB

Reuters

Félag íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA) og evrópsku flugmannasamtökin (ECA) hafa sent formlega kvörtun til framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins varðandi fullgildingu flugskírteina frá ríkjum utan sambandsins. Í þessu tilfelli er um að ræða flugmenn frá Venesúela sem eiga að fljúga vélum sem skráðar eru í Lettlandi og eru í eigu Icelandair Group.

Á vef FÍA kemur fram að það þyki með ólíkindum að það skuli líðast að Suður-Amerískir flugmenn sem ekki eru einu sinni með JAA flugskírteini, hvað þá atvinnuleyfi innan Evrópusambandsins, skuli fá að fljúga á flugrekstrarleyfi SmartLynx eins og að drekka vatn. Þetta brýtur í bága við alla almenna vinnulöggjöf í hinum siðmenntaða heimi, samkvæmt vef FÍA.

Sjá nánar á vef FÍA

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert