Hugvekja í stað guðsþjónustu

Þingmenn ganga til kirkju við þingsetningu á síðasta ári.
Þingmenn ganga til kirkju við þingsetningu á síðasta ári. mbl.is/Júlli

Samtökin Siðmennt, félag  siðrænna húmanista á Íslandi, býður alþingismönnum að koma á Hótel Borg áður en þing er sett á morgun og hlýða á Jóhann Björnsson heimspeking flytja hugvekju um mikilvægi góðs siðferðis í  þágu þjóðar.

Hugvekjan hefst klukkan 13:30 á sama tíma og guðsþjónusta í Dómkirkjunni í tengslum við þingsetninguna.

Siðmennt segir, að löng hefð sé fyrir því að setning Alþingis hefjist með guðsþjónustu í Dómkirkjunni. Nú hafi þeir þingmenn, sem ekki kjósa að ganga til kirkju, annan kost.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka