Íslendingar heimsmeistarar í kortanotkun

Engin þjóð í heiminum notar greiðslukort meira en Íslendingar. Samkvæmt yfirliti, sem norski seðlabankinn hefur birt notaði hver Íslendingur greiðslukort að jafnaði 350 sinnum á árinu 2007 en Norðmenn komu næstir með 250 skipti.

Norski viðskiptavefurinn e24.no segir, að allir viti hvað gerðist á Íslandi sl. haust og því sé ekki ólíklegt að Norðmenn séu nú komnir upp fyrir Íslendinga á þessu sviði.

Í næstu sætum á eftir frændþjóðunum tveimur komu Bandaríkjamenn, Finnar, Kanadamenn, Danir og Svíar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert