Íslendingar heimsmeistarar í kortanotkun

Eng­in þjóð í heim­in­um not­ar greiðslu­kort meira en Íslend­ing­ar. Sam­kvæmt yf­ir­liti, sem norski seðlabank­inn hef­ur birt notaði hver Íslend­ing­ur greiðslu­kort að jafnaði 350 sinn­um á ár­inu 2007 en Norðmenn komu næst­ir með 250 skipti.

Norski viðskipta­vef­ur­inn e24.no seg­ir, að all­ir viti hvað gerðist á Íslandi sl. haust og því sé ekki ólík­legt að Norðmenn séu nú komn­ir upp fyr­ir Íslend­inga á þessu sviði.

Í næstu sæt­um á eft­ir frændþjóðunum tveim­ur komu Banda­ríkja­menn, Finn­ar, Kan­ada­menn, Dan­ir og Sví­ar.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert