Konum fjölgar meira á atvinnuleysisskrá en körlum

mbl.is

Í síðasta mánuði fjölgaði atvinnulausum körlum á höfuðborgarsvæðinu lítið en konunum meira og það er í fyrsta skipti frá því atvinnuleysið tók að vaxa að konunum fjölgar meira en körlunum. Á landsbyggðinni hefur atvinnulausum lækkað, og meira hjá körlum en konum. Þetta kemur fram í vefriti fjármálaráðuneytisins.

Nýliðun í atvinnuleysisskráningu, sem er mælikvarði á það hversu margir missa vinnuna var 744 í síðasta mánuði og hefur lækkað mikið. Fjöldi atvinnulausra sem kemur úr mannvirkjagerð, verslun og ýmissi þjónustu stendur því sem næst í stað milli mánaða en í þessum greinum er það talið vera orðið mest. Atvinnuleysi er hinsvegar enn að vaxa í sérfræðiþjónustu og er það áhyggjuefni, samkvæmt vefritinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert