Mál stúlknanna komin í farveg

Frá Heiðmörk.
Frá Heiðmörk. mbl.is/Krisinn

Mál stúlknanna sem gengu í skrokk á stúlku í Heiðmörk fyrir nokkrum dögum er komið í ákveðinn venjubundinn farveg.

Guðríður Guðmundsdóttir lögfræðingur Félagsþjónustu Hafnarfjarðarbæjar var spurð hvort barnaverndarnefnd Hafnarfjarðarbæjar hefði tekið einhverjar ákvarðanir á grundvelli barnaverndarlaga, vegna stúlknanna.

„Ég get ekki tjáð mig um einstök mál en við fáum tilkynningar frá lögreglunni þegar öllum yfirheyrslum er lokið af þeirra hálfu. Þá fer málið í venjulegt könnunarferli hjá okkur. Við söfnum málum saman og tökum þau fyrir einu sinni í viku og þá er ákveðið hvað á að gera við hvern og einn.

Svo fer það eftir stöðu hvers og eins hvað tekið er til bragðs, hvað viðkomandi er langt genginn í sínum vandamálum, hvort þetta eru einstaklingar sem við erum þegar að vinna með eða ekki. Bakgrunnur þeirra er kannaður og allar aðstæður og ástand, bæði heimafyrir og í skólanum. Úrræðin sem eru í boði eru allt frá ráðgjöf upp í einhvers konar meðferðarvinnu.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert