Mótmæla við þingsetningu

Facebook-hópurinn Veitum flóttamönnum skjóta og sanngjarna málsmeðferð! boðar mótmæli á Austurvelli við setningu Alþingis á morgun.

Ástæðan er sögð „vægast sagt slæm framkoma íslenskra stjórnvalda gagnvart flóttamönnum“. Yfirskrift mótmælanna er „Hvað um Hichem“ og er þá verið að vísa til Mansri Hichem sem hefur verið í hungurverkfalli í um þrjár vikur vegna máls síns.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka