Ölfuss hræðist fyrningarleiðina

Þorlákshöfn.
Þorlákshöfn. mats.is

Bæj­ar­ráð Sveit­ar­fé­lags­ins Ölfuss skor­ar á rík­is­stjórn Íslands að falla frá öll­um hug­mynd­um um kollsteypu í sjáv­ar­út­vegs­mál­um. Það ít­rek­ar að mik­il­vægt sé að sveit­ar­fé­lög­in í land­inu komi að stefnu­mót­un í at­vinnu­mál­um, eins og fram komi í sam­starfs­yf­ir­lýs­ingu Sam­fylk­ing­ar­inn­ar og Vinstri grænna, og lýs­ir yfir áhuga sín­um á að koma að slíkri vinnu.

„Sú leið sem rík­is­stjórn­in hyggst fara í inn­köll­un á afla­heim­ild­um mun höggva stórt skarð í sjáv­ar­út­veg­inn og draga úr lík­um þess að hann þró­ist, byggi sig upp og skapi at­vinnu fyr­ir íbúa lands­byggðar­inn­ar eins og hann hef­ur gert á und­an­förn­um árum,“ seg­ir í álykt­un bæj­ar­ráðsins frá því í morg­un.

„Með því að gera svo víðtæk­ar breyt­ing­ar á at­vinnu­grein sem er jafn mik­il­væg og sjáv­ar­út­veg­ur er rík­is­stjórn­in að setja þessa at­vinnu­grein í mikla óvissu og enn og aft­ur á að gera það á kostnað lands­byggðar­inn­ar. Fyrn­ing­ar­leiðin mun að öll­um lík­ind­um leiða til þess að sjáv­ar­út­veg­ur­inn mun hætta því upp­bygg­ing­ar­starfi sem hann hef­ur verið í á und­an­förn­um árum með end­ur­nýj­un fiski­skipa­flot­ans, fisk­vinnslu­húsa og vöruþróun með auk­inni verðmæta­sköp­un. Fyrn­ing­ar­leiðin mun draga úr framþróun í sjáv­ar­út­vegi sem mun bitna á þjón­ustu­fyr­ir­tækj­um og íbú­um sjáv­ar­byggðanna.“

Sjálf­stæðis­menn eru í meiri­hluta bæj­ar­stjórn­ar Ölfuss en bæj­ar­ráðið samþykkti álykt­un­ina sam­hljóða.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert