Sjósvölur og lundar í sambýli

Lundar.
Lundar.

Sambýli stóru sjósvölu og lunda í Elliðaey í Vestmannaeyjum hefur vakið athygli vísindamanna. Í sumar á að rannsaka þetta sambýli betur með aðstoð holumyndavélar, að sögn dr. Erps Snæs Hansens, sviðsstjóra vistfræðirannsókna hjá Náttúrustofu Suðurlands.

Sjósvölurnar virðast notfæra sér dugnað lundans við holugröft og gera sér hreiður í lundaholum. Lundinn er svo innar í holunni sem getur verið meira en 1,5 metra djúp. Lundinn er þrifalegur og útbýr afdrep þar sem pysjan gerir þarfir sínar. Sambýli lunda og sjósvölu af því tagi sem sést hefur í Elliðaey er ekki þekkt annars staðar, að sögn Erps.

Fjallað er um málið í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert