Svifryksmengun vegna sandroks

Svifryk í Reykjavík
Svifryk í Reykjavík mbl.is/Kristinn

Líkur eru á að styrkur svifryks fari annan daginn í röð yfir heilsuverndarmörk Reykjavík. Svifrykið berst aðallega með sandroks frá strandlengju Suðurlands. Svifryk hefur farið níu sinnum yfir mörkin á árinu. Styrkur ósons er ekki hár í dag.

Sólarhringsmörk svifryks (PM10) eru 50 míkrógrömm á rúmmetra en hálftímagildið mældist klukkan 12:00 í dag 234 á Grensásvegi og 248 í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum.

Þeir sem eru með viðkvæm öndunarfæri er ráðlagt að taka tillit til þessa. Svifryk hefur farið níu sinnum yfir á árinu en má má samkvæmt reglugerð  fara 12 sinnum yfir heilsuverndarmörk árið 2009.

Styrkur ósons (O3) sem mældist hár í gær mælist ekki hár í dag en sú mengun barst með sterkum vindstraum frá meginlandi Evrópu.

Ekki er búist við svifryksmengun yfir heilsuverndarmörkum á morgun föstudag því þá lægir vind, samkvæmt upplýsingum frá Reykjavíkurborg.

Hægt er að fylgjast með loftgæðum í Reykjavík hér á mbl.is

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert