Tillaga heilbrigðisráðherra ótrúleg

mbl.is/Kristinn

Jón Stein­dór Valdi­mars­son, fram­kvæmda­stjóri Sam­taka iðnaðar­ins, seg­ir til­lögu heil­brigðisráðherra um að skatt­leggja sykraða drykki ótrú­lega. Það sé mik­il ein­föld­un að skella skuld­inni af hrak­andi tann­heilsu ein­göngu á sykraði drykki.

„Það er ótrú­legt að heyra áform Ögmund­ar Jónas­son­ar heil­brigðisráðherra um að unnt sé að laga tann­skemmd­ir barna með því að skatt­leggja sykraða gos­drykki. Satt að segja hélt ég að það væri búið að kveða niður skatt­heimtu af þessu tagi.“

Þetta er haft eft­ir fram­kvæmda­stjór­an­um á vef Sam­taka iðnaðar­ins. Þar er jafn­framt haft eft­ir hon­um að neysla ósykraðra drykkja hafi auk­ist á kostnað hinna án hjálp­ar mis­mun­andi skatt­lagn­ing­ar.“

Jón Stein­dór seg­ir heil­brigðisráðherra vera með til­lögu sinni að leggja skatt á ís­lenska drykkjar­vöru­fram­leiðend­ur, ís­lensk­ar fjöl­skyld­ur og hækk­un á neyslu­verðsvísi­tölu sem kalli á aukna verðbólgu.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert