Vantar minnst 10 milljarða til að tryggja stöðu Sjóvár

Húsnæði Sjóvár-Almennra í Kringlunni.
Húsnæði Sjóvár-Almennra í Kringlunni. ÞÖK

Minnst 10 milljarða króna vantar í eignasafn Sjóvár svo að eiginfjárhlutfall félagsins teljist jákvætt, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins. Sjóvá uppfyllir því ekki lágmarkskröfur um gjaldþol, sem er nauðsynlegt eigið fé til að geta starfað sem tryggingafélag samkvæmt lögum.

Heimildir Morgunblaðsins herma að slæma stöðu Sjóvár megi rekja til þess að fyrrverandi eigandi félagsins, Milestone, færði eignir inn í það á árinu 2007. Eignirnar, sem meðal annars eru erlendar fasteignir og innlend verðbréf, voru færðar til Sjóvár til að jafna út viðskiptaskuld sem hafði skapast á milli félaganna í tengslum við kaup Milestone á Moderna í Svíþjóð.

Milestone gat gert þetta vegna sterkrar stöðu bótasjóðs Sjóvár.

Árni Tómasson, formaður skilanefndar Glitnis, segir vátryggingarekstur Sjóvár góðan og að sá hluti starfseminnar standi traustum fótum.

Nánar er fjallað um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka