Vatnsréttindi ríkisins ekki fallin niður

Fossinn Dynkur í Efri-Þjórsá.
Fossinn Dynkur í Efri-Þjórsá.

Hæstirétt­ur hef­ur sýknað ís­lenska ríkið og Lands­virkj­un af kröfu eig­anda jarðar við Þjórsá um að viður­kennt verði að vatns­rétt­indi, sem Tít­an­fé­lagið af­salaði til rík­is­ins á  sjötta ára­tug síðustu ald­ar, séu fall­in niður. 

Tít­an­fé­lagið seldi jörðina Skálm­holts­hraun á vest­ur­bakka Þjórsár árið 1931 og í af­sal­inu kem­ur fram að Tít­an­fé­lagið af­salaði jörðinni og því sem henni fylgdi en  tekið er fram að öll vatns­rétt­indi jarðar­inn­ar í Þjórsá skuli áfram vera eign Tít­an­fé­lags­ins. Sam­kvæmt af­sal­inu hélt Tít­an­fé­lagið því eign­ar­rétti sín­um yfir vatns­rétt­ind­un­um en af­salaði þeim eign­ar­rétti til ís­lenska rík­is­ins með samn­ingi, dags. 16. janú­ar 1952.

Nú­ver­andi eig­andi Skálm­holts­hrauns höfðaði mál og krafðist þess að viður­kennt væri að vatns­rétt­indi rík­is­ins að Þjórsá í land­inu væru niður fall­in. Taldi land­eig­and­inn að rétt­ind­in hefðu fallið niður fyr­ir van­lýs­ingu, hún hafi eign­ast þau fyr­ir hefð eða að þau væru fall­in niður fyr­ir vang­eymslu og tóm­læti.

Hvorki Héraðsdóm­ur Reykja­vík­ur né Hæstirétt­ur féllust á þessa kröfu.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert