Vatnsréttindi ríkisins ekki fallin niður

Fossinn Dynkur í Efri-Þjórsá.
Fossinn Dynkur í Efri-Þjórsá.

Hæstiréttur hefur sýknað íslenska ríkið og Landsvirkjun af kröfu eiganda jarðar við Þjórsá um að viðurkennt verði að vatnsréttindi, sem Títanfélagið afsalaði til ríkisins á  sjötta áratug síðustu aldar, séu fallin niður. 

Títanfélagið seldi jörðina Skálmholtshraun á vesturbakka Þjórsár árið 1931 og í afsalinu kemur fram að Títanfélagið afsalaði jörðinni og því sem henni fylgdi en  tekið er fram að öll vatnsréttindi jarðarinnar í Þjórsá skuli áfram vera eign Títanfélagsins. Samkvæmt afsalinu hélt Títanfélagið því eignarrétti sínum yfir vatnsréttindunum en afsalaði þeim eignarrétti til íslenska ríkisins með samningi, dags. 16. janúar 1952.

Núverandi eigandi Skálmholtshrauns höfðaði mál og krafðist þess að viðurkennt væri að vatnsréttindi ríkisins að Þjórsá í landinu væru niður fallin. Taldi landeigandinn að réttindin hefðu fallið niður fyrir vanlýsingu, hún hafi eignast þau fyrir hefð eða að þau væru fallin niður fyrir vangeymslu og tómlæti.

Hvorki Héraðsdómur Reykjavíkur né Hæstiréttur féllust á þessa kröfu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert