Vel yfir heilsuverndarmörkum

Styrkur svifryks mældist yfir heilsuverndarmörkum í Reykjavík í allan dag, annan daginn í röð. Kl. 14 mældist hálftímagildið 131 míkrógramm á Grensásvegi. Heilsuverndarmörk eru 50 míkrógrömm á rúmmetra.

Þeir sem eru með viðkvæm öndunarfæri hafa því mjög líklega fundið fyrir einkennum. Gert ráð fyrir að loftgæðin verði góð á morgun.

Í gær mátti rekja svifryksmengunina til sterkra vinda sem bárust frá meginlandi Evrópu og til sandfoks af Suðurlandi.

Anna Rósa Böðvarsdóttir, heilbrigðisfulltrúi hjá heilbrigðiseftirliti Reykjavíkurborgar, segir að svifrykið berist aðallega með sandroki frá strandlengju Suðurlands.

Svifryk hefur farið níu sinnum yfir mörkin á árinu. Styrkur ósons er ekki hár í dag.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert