Mikil vinna hefur verið hjá starfsfólki í landvinnslu Brims hf. á Akureyri það sem af er ári. Starfsfólkið nýtur mikillar framleiðslu í óvenju góðum álagsgreiðslum og þeir sem vilja hafa getað unnið yfirvinnu.
Fyrstu fjóra mánuði ársins var unnið úr 3.300 tonnum af hráefni og það er 55% aukning frá sama tíma í fyrra, að sögn Ágústs Torfa Haukssonar framkvæmdastjóra. Þriðjungur afurðanna fer ferskur á markað, beint til neytenda, mest hnakkastykki. Aðrar afurðir eru frystar í neytendaumbúðum eða fara til frekari vinnslu og pökkunar erlendis.
Um 120 starfsmenn eru við landvinnslu Brims á Akureyri. Ágúst segir að vinnslan verði ekki stoppuð í sumar, nema fjóra daga í vikunni eftir verslunarmannahelgi. Búið er að ráða fjörutíu manns, mest nemendur úr skólum, til að leysa fasta starfsfólkið af í sumar.