Aukaskattur á starfsmenn Orkuveitunnar

Stjórn Rafiðnaðarsambandsins segir, að með því að taka 800 milljónir króna út úr Orkuveitu Reykjavíkur sem arð séu þær   sveitarstjórnir sem eiga Orkuveituna, í raun að leggja 800 milljóna króna aukaskatt á starfsmenn fyrirtækisins.

„Starfsmenn OR féllust á í mars síðastliðnum að fresta umsömdum launahækkunum og taka að auki á sig launalækkanir vegna slæmrar rekstrartöðu fyrirtækisins til þess að koma í veg fyrir uppsagnir. Með því voru starfsmenn að láta af hendi um 400 milljónir króna til fyrirtækisins. Ljóst er að þær samþykktir munu falla úr gildi ef eigendur fyrirtækisins ætla sér að hrifsa til sín þessi framlög starfsmanna til síns fyrirtækis," segir í yfirlýsingu stjórnarinnar.

Krefst sambandsstjórn RSÍ þess að fyrirætlanir eigenda Orkuveitunnar verði umsvifalaust dregnar til baka.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert