Eimskip og Kiwanishreyfingin munu á næstu vikum gefa öllum börnum í 1. bekk grunnskóla landsins reiðhjólahjálma. Um er að ræða árlegt átak þessara aðila, auk þess sem verkefnið nýtur ráðgjafar og stuðnings Forvarnahússins.
Í dag fengu börnin í 1. bekk Borgarhólsskóla á Húsavík hjálmana afhenta við hús Kiwanisklúbbsins Skjálfanda. Lögreglan mætti einnig á svæðið og sagði börnunum hvernig nota ætti hjálmana ásamt því að brýna fyrir þeim, og foreldrum þeirra, að hjóla aldrei án hjálmanna. Allir tóku krakkarnir vel í það.