Forstjóri Lífeyrissjóðs verzlunarmanna segir upp störfum

Lífeyrissjóður verzlunarmanna er í Húsi verslunarinnar.
Lífeyrissjóður verzlunarmanna er í Húsi verslunarinnar.

Þor­geir Eyj­ólfs­son, for­stjóri Líf­eyr­is­sjóðs verzl­un­ar­manna, hef­ur sagt starfi sínu laus og seg­ir að sú ákvörðun sé tek­in í fram­haldi ný­legra breyt­inga í baklandi sjóðsins.  Þor­geir hef­ur verið for­stjóri líf­eyr­is­sjóðsins frá ár­inu 1984.

„Ákvörðunin er tek­in í fram­haldi ný­legra breyt­inga í baklandi sjóðsins. Ég hverf frá sjóðnum sátt­ur þegar horft er til vaxt­ar hans og ár­ang­urs þenn­an ald­ar­fjórðung sem ég hef stjórnað dag­leg­um rekstri. En ég mun sakna frá­bærra starfs­manna og ár­ang­urs­ríks sam­starfs við stjórn sjóðsins," sagði Þor­geir.

Þor­geir gegndi m.a. for­mennsku í Lands­sam­bandi líf­eyr­is­sjóða 1990 til 1998, sat í stjórn Kaup­hall­ar Íslands og Verðbréfa­skrán­ing­ar frá 1998 til 2006 og hef­ur verið full­trúi Lands­sam­taka líf­eyr­is­sjóða hjá Evr­ópsku líf­eyr­is­sjóðasam­tök­un­um frá 1998.

Þorgeir Eyjólfsson.
Þor­geir Eyj­ólfs­son.
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert