Hagnaður hjá Orkuveitunni

Höfuðstöðvar Orkuveitu Reykjavíkur.
Höfuðstöðvar Orkuveitu Reykjavíkur. mbl.is/Ómar

Hagnaður að upphæð 1,8 milljarðar króna, var á rekstri Orkuveitu Reykjavíkur  fyrstu þrjá mánuði ársins. Á sama tímabili 2008 varð tap að fjárhæð 17,2 milljarðar króna af rekstrinum.

Rekstrarhagnaður Orkuveitunnar fyrir fjármagnsliði, skatta og afskriftir á fyrsta ársfjórðungi 2009 var 3,3 milljarðar króna. Eiginfjárhlutfall fyrirtækisins í lok mars var 19% en var 18,6% í árslok 2008.

Fyrirtækið segir, að lausafjárstaðað sé góð og vaxandi tekjur fyrirtækisins í erlendri mynt geri því kleift að standa undir greiðslum af erlendum lántökum þrátt fyrir miklar gengissveiflur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert