Kreppan birtist ekki enn í afbrotum

mbl.is/Þorkell

„Almennt er talið að það taki lengri tíma að sjá hvort um sé að ræða breytingar á afbrotatíðni í kjölfar efnahagskreppu, en við verðum vakandi yfir því hvernig þróunin verður,“ segir Guðbjörg S. Bergsdóttir, félagsfræðingur við embætti Ríkislögreglustjóra.

Að beiðni Fangelsismálastofnunar hefur Guðbjörg tekið saman upplýsingar um tíðni afbrota síðan kreppan hófst á Íslandi, sem kynntar verða í dag á morgunverðarfundinum Út úr fangelsi – inn í kreppuna.

„Niðurstaðan er í rauninni sú að við merkjum fjölgun í hegningarlagabrotum, en það má aðallega rekja til fjölgunar í þjófnuðum og innbrotum. Öðrum hegningarlagabrotum hefur almennt ekki fjölgað en það getur líka verið of snemmt að segja til um það, það getur komið fram síðar,“ segir Guðbjörg, en bendir á að ólíkar kenningar séu um samhengi milli efnahagskreppu og fjölda afbrota. Lögreglan þarf nú að hafa afskipti af fleiri einstaklingum en áður vegna innbrota og þjófnaða.

Sú fjölgun ákvarðast ekki við ákveðna aldurshópa eða kyn. Guðbjörg segir varasamt að draga of miklar ályktanir. „Enn sjást engar breytingar í málum eins og eignaspjöllum og líkamsárásum. Eins skoðaði ég tilkynningar um heimilisófrið og í janúar 2009 virðist það ná hámarki miðað við árin tvö á undan en lækkar svo aftur þannig að ég get ekki merkt fylgni þar.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert