Lækkun á gengi krónunnar hækkar bensínverðið

Veiking á gengi krónunnar er meginskýringin á fimm króna hækkun bensínlítrans og þriggja króna hækkun dísilolíu. Einnig hefur hækkun á heimsmarkaðsverði áhrif. Algengt verð á bensíni er nú 162,40 kr. og 164,80 kr. á dísilolíu. Munurinn á milli eldsneytistegunda er minni en lengi hefur verið.

Magnús Ásgeirsson, innkaupastjóri hjá N1, segir að heimsmarkaðsverð á bensíni hækki gjarnan á þessum árstíma vegna aukinnar eftirspurnar en fleira komi til að þessu sinni. Hann vonast til að verð á mörkuðum lækki upp úr miðju ári.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert