Að sögn lögreglu hafa mótmælendur, sem hófu setuverkfall í dómsmálaráðuneytinu á fjórða tímanum, yfirgefið ráðuneytið. Ekki kom til neinna átaka og þá var enginn handtekinn. Hópurinn, um 30 manns, gagnrýndi stefnu stjórnvalda í málefnum flóttamanna, sem leita hér hælis.
Þá sagði hópurinn að það væri óviðunandi að stjórnvöld væru með aðgerðaleysi að horfa upp á hælisleitandann Mansri Hitchem, sem hefur verið í 24 daga hungurverkfalli, deyja.