Sykurskattur fyrir lýðheilsu

Ögmundur Jónasson heilbrigðisráðherra
Ögmundur Jónasson heilbrigðisráðherra mbl.is/Kristinn

Ögmund­ur Jónas­son heil­brigðisráðherra seg­ir lýðheilsu­sjón­ar­mið liggja að baki hug­mynd­um um syk­ur­skatt. Hann ræddi málið laus­lega á fundi rík­is­stjórn­ar­inn­ar í morg­un.

„Ég gerði grein fyr­ir af­stöðu minni og ráðuneyt­is­ins,“ sagði Ögmund­ur, „til þess að snú­ast til varn­ar fyr­ir börn og ung­linga.“ Það seg­ir hann m.a. verða gert með neyslu­stýr­ingu, þannig að „við verðstýr­um ekki óholl­ust­unni ofan í fólk“, eins og hann orðaði það, „held­ur ger­um hið gagn­stæða. Þetta er sett fram af heilsu­fars­ástæðum og í fullu sam­ræmi við ósk­ir Lýðheilsu­stöðvar.“

Ögmund­ur kveðst hafa fengið mik­inn hljóm­grunn úti í þjóðfé­lag­inu við hug­mynd­ir um syk­ur­skatt. Ögmund­ur kynnti hug­mynd­ir sín­ar á rík­is­stjórn­ar­fundi í morg­un. „Síðan á eft­ir að taka þá umræðu nán­ar hvað sjálf­an skatt­inn áhrær­ir,“ sagði  Ögmund­ur.   

Ingi­björg Sara Bene­dikts­dótt­ir, formaður Tann­lækna­fé­lags Íslands, tek­ur já­kvætt í hug­mynd­ir Ögmund­ar um syk­ur­skatt. „Já, veistu, ég er ekki frá því, við erum nátt­úr­lega með heims­met í gos­drykkja­neyslu,“ seg­ir hún.

Ingi­björg Sara seg­ir syk­ur­inn í sæt­um gos­drykkj­um skemma tenn­urn­ar en í syk­ur­laus­um drykkj­um sé rot­varn­ar­efni og sýra sem eyði gler­ungi. „Syk­ur­lausa gosið veld­ur al­veg jafn­mikl­um gler­ungs­skemmd­um sem er stórt vanda­mál hjá ís­lensk­um ung­ling­um," seg­ir hún en hnykk­ir á að tann­skemmd­irn­ar sjálf­ar mynd­ist bara vegna syk­urs. Hún kveðst hlynnt því að allt gos verði skatt­lagt frek­ar.

Hvítar tennur
Hvít­ar tenn­ur
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka