Það er lengra til sjálfstæðismanna

Höfuðstöðvar Evrópska seðlabankans.
Höfuðstöðvar Evrópska seðlabankans.

„Niðurstaða mín í lok dags er sú að það ber lítið í milli þeirrar samþykktar sem landsfundur Framsóknarflokksins samþykkti á sínum tíma og þessarar tillögu eins og hún er fram sett og efnis greinargerðarinnar. Alveg ljóst er hins vegar er að það er stærri vík á milli tillögudraganna og afstöðu Sjálfstæðisflokksins,“ sagði Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra um fundi með fulltrúum stjórnarandstöðuflokkanna um drög að þingsályktunartillögu um aðildarumsókn að Evrópusambandinu.

Össur segir að í greinargerð með tillögunni sé talað um Evrópunefnd og að í samtölum stjórnarliða við stjórnarandstöðuleiðtogana hafi vel verið tekið í þá hugmynd. „Þingið tekur væntanlega afstöðu til þess með hvaða hætti það samráð verður haft við nefndina.“

Nánar er fjallað um málið í Morgunblaðinu í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert