Fréttaskýring: Tillaga að fyrstu aðildarskrefunum

Ný ríkisstjórn Samfylkingarinnar og Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs var mynduð …
Ný ríkisstjórn Samfylkingarinnar og Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs var mynduð á sunnudag.

Alþingi samþykkir að ríkisstjórnin leggi inn umsókn um aðild að Evrópusambandinu og að loknum viðræðum við sambandið verði haldin þjóðaratkvæðagreiðsla um væntanlegan aðildarsamning,“ segir í tillögu stjórnarflokkanna um aðildarumsókn að sambandinu sem rædd var á fundum með fulltrúum stjórnarandstöðuflokkanna í gær.

Fyrirvari er settur að umsókninni, enda sé það „íslensku þjóðarinnar að komast að endanlegri niðurstöðu í málinu“. Þá eru grundvallarhagsmunir Íslendinga í málinu ítrekaðir, nefnilega að tryggja forræði þjóðarinnar yfir fiskveiðiauðlindinni og vatns- og orkuauðlindum. Að sama skapi verði öflugur íslenskur landbúnaður tryggður á grundvelli fæðu- og matvælaöryggis, réttur til að stýra almannaþjónustu á félagslegum forsendum tryggður og vörður staðinn um réttindi launafólks.

Flokkarnir ekki sammála

„Það er venjan þegar lögð er fram þingsályktunartillaga eða lagafrumvarp að færð séu rök fyrir því hvers vegna rétt sé að samþykkja það. Í þessu stóra máli er lítið gert af því að færa rök fyrir því hvers vegna eigi að sækja um. Tillagan ber þess mjög merki að þetta sé sett fram af flokkum sem ekki eru sammála.“

Tillagan sé að hans mati efnislega stutt og uppfylli þar með ekki skilyrði sem samþykkt voru á flokksþingi Framsóknarflokksins.

Spurður hvort of snemmt sé að leggja tillöguna fyrir stjórnarandstöðuna svarar Sigmundur: „Það er ekki of snemmt ef þetta er það sem þeir eru að hugsa en ef þetta á að vera niðurstaðan finnst mér vanta ýmislegt upp á.“

Uppfyllir ályktun framsóknar

„Ég tel að í þessari tillögu komi algjörlega skýrt fram sú afstaða að það beri að sækja um aðild að ESB. Það liggur í hlutarins eðli vegna þess að menn telja að eftir töluverðu sé að slægjast. Á hinn bóginn þá er alveg ljóst að það eru ákveðnir íslenskir hagsmunir sem þarf að verja [...] Niðurstaða mín í lok dags er sú að það ber lítið í milli þeirrar samþykktar sem landsfundur Framsóknarflokksins samþykkti á sínum tíma og þessarar tillögu eins og hún er fram sett og efnis greinargerðarinnar. Alveg ljóst er hins vegar að það er stærri vík á milli tillögudraganna og afstöðu Sjálfstæðisflokks.“

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, hefur látið þá skoðun í ljós að þar sem ekki sé til staðar nægjanlega traust samkomulag á milli stjórnarflokkanna um ESB-málið sé ekki komið að þeim tímapunkti að hefja samráð við stjórnarandstöðuna, sjónarmið sem Þór Saari, þingmaður Borgarahreyfingarinnar, kveðst andvígur, með þeim orðum að stjórnarflokkar þurfi ekki að alltaf að vera sammála.

„Þetta er ekki þessi hefðbundna leið að leggja ekki mál fyrir þingið nema að það sé búið að geirnegla það af hálfu framkvæmdavaldsins að það verði samþykkt. Þannig að þarna er verið að færa stjórnkerfið að einhverju leyti í átt til þingræðisins.“

Réttur til að hafna

Henni til fulltingis verði „breiður samráðshópur fulltrúa hagsmunaaðila sem nefndin leitar ráðgjafar hjá, og upplýsir jafnóðum um framvindu viðræðna“.

„Ísland sem Evrópuþjóð vill leggja sitt af mörkum við uppbyggingu lýðræðislegrar Evrópu sem grundvallast á félagslegu réttlæti, jafnrétti og virðingu fyrir manngildi og umhverfi. Hlutverk Evrópu er að vera hornsteinn mannréttinda í heiminum og ýta undir stöðugleika, sjálfbæra þróun, réttlæti og velmegun um allan heim.

Stjórnvöld áskilja sér rétt til að mæla með eða leggjast gegn samningnum þegar hann liggur fyrir enda eru settir margvíslegir fyrirvarar við hugsanlegan stuðning við málið,“ segir í tillögunni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert