Veðurblíða um helgina

00:00
00:00

Mik­il veður­blíða er í borg­inni sem og um allt land. Að sögn Veður­stofu Íslands er spá­in góð fyr­ir helg­ina, bjartviðri og hlý­indi víðast hvar. Þá  var Yl­strönd­in í Reykja­vík opnuð í dag og voru marg­ir sem nutu blíðunn­ar á strönd­inni eða stungu sér í sjó­inn.

Veður­horf­ur á land­inu skv. Veður­stofu Íslands:

Aust­læg eða breyti­leg átt 5-10 metr­ar á sek­úndu. Skýjað að mestu við suðaust­ur og aust­ur­strönd­ina og sums staðar þoku­loft, en ann­ars bjart að mestu. Hiti 8 til 16 stig að deg­in­um, hlýj­ast á Norður- og Vest­ur­landi.

Á sunnu­dag og mánu­dag:

Norðaust­an átt, víða 5-8 m/​s. Sums staðar þoku­loft við norður- og aust­ur­strönd­ina, en ann­ars bjart að mestu. Hiti 7 til 16 stig, hlýj­ast um landið vest­an­vert.

Á þriðju­dag, miðviku­dag og fimmtu­dag:

Hæg aust­læg eða breyti­leg átt. Sums staðar þoku­loft við strönd­ina, einkum aust­an­til, en ann­ars bjart að mestu. Áfram milt í veðri.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert