Veðurblíða um helgina

Mikil veðurblíða er í borginni sem og um allt land. Að sögn Veðurstofu Íslands er spáin góð fyrir helgina, bjartviðri og hlýindi víðast hvar. Þá  var Ylströndin í Reykjavík opnuð í dag og voru margir sem nutu blíðunnar á ströndinni eða stungu sér í sjóinn.

Veðurhorfur á landinu skv. Veðurstofu Íslands:

Austlæg eða breytileg átt 5-10 metrar á sekúndu. Skýjað að mestu við suðaustur og austurströndina og sums staðar þokuloft, en annars bjart að mestu. Hiti 8 til 16 stig að deginum, hlýjast á Norður- og Vesturlandi.

Á sunnudag og mánudag:

Norðaustan átt, víða 5-8 m/s. Sums staðar þokuloft við norður- og austurströndina, en annars bjart að mestu. Hiti 7 til 16 stig, hlýjast um landið vestanvert.

Á þriðjudag, miðvikudag og fimmtudag:

Hæg austlæg eða breytileg átt. Sums staðar þokuloft við ströndina, einkum austantil, en annars bjart að mestu. Áfram milt í veðri.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert