Verst setta barnaverndin?

Morgunblaðið/Ásdís

Barnavernd Reykjavíkur er illa sett og virðist jafnvel verst sett allra sveitarfélaga á landinu hvað varðar úrvinnslu barnaverndarmála. Þetta er mat borgarfulltrúa Vinstri grænna af þeim upplýsingum sem þeim hafi borist. „Er því kallað eftir viðbragðsáætlun frá Barnavernd Reykjavíkur.“ Undir það tóku fulltrúar Samfylkingarinnar á fundi borgarstjórnar í gær. Þeir telja einnig verulega þörf á fleira starfsfólki í barnaverndarvinnu í Reykjavík.

Svar meirihlutans á fundi borgarráðs í gær var að búið væri að að fela sviðsstjóra velferðarsviðs og framkvæmdastjóra Barnaverndar Reykjavíkur að fara yfir stöðu Barnaverndar Reykjavíkur í ljósi fleiri tilkynninga á fyrsta ársfjórðungi þessa árs. Þegar liggi fyrir viðbragðsáætlun. Ekki náðist í formann Velferðarráðs svo snemma dags.

Í ályktun VG segir að ört versnandi fjárhagur heimilanna sem meðal annars komi fram í slæmri tannheilsu ákveðins hóps barna og þeirri staðreynd að þeim börnum fjölgi sem ekki hafi efni að njóta skólamáltíða, valdi þungum áhyggjum. „Í ljósi þessara upplýsinga telur fulltrúi VG í borgarráði það einboðið að auk almennra aðgerða til aðstoðar verst settu heimilunum verði þegar fjölgað stöðugildun í Barnavernd Reykjavíkur, hafið eftirlit með tannheilsu barna í skólum og það tryggt að öll börn fá notið skólamáltíða án tillits til efnahags.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert