Verið er að setja Alþingi, 137. löggjafarþing, en þingsetning hófst með því að þingmenn gengu úr Alþingishúsinu í Dómkirkjuna þar sem sr. Helga Soffía Konráðsdóttir prédikar.
Nokkrir nýir þingmenn, þar á meðal þingmenn Borgarahreyfingarinnar, biði á Austurvelli á meðan aðrir þingmenn gengu í kirkju.
Á Austurvelli var einnig hópur fólks með mótmælaspjöld þar sem m.a. var mótmælt meðferð á hælisleitendum hér á landi.