Bænasamkoma á Fáskrúðsfirði

Slysið varð skammt frá brúnni yfir Dalsá sem sést hér …
Slysið varð skammt frá brúnni yfir Dalsá sem sést hér á myndinni. www.mats.is

Bænasamkoma verður haldin á Fáskrúðsfirði klukkan 18.00 í dag en bæjarbúar eru harmi slegnir eftir að maður lést í bílslysi í firðinum í morgun. Maður sem var með honum í bílnum var fluttur á sjúkrahús.

Í orðsendingu frá lögreglunni á Eskifirði segir að ekki verði greint nánar frá málinu fyrr en eftir hádegið.

Slysið var skammt sunnan við brúna yfir Dalsá nærri bænum Tungu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka