Fæddist á Vesturlandsvegi

Sjúkraflutningamenn eru þjálfaðir í að taka á móti börnum þegar …
Sjúkraflutningamenn eru þjálfaðir í að taka á móti börnum þegar það reynist nauðsynlegt og eru því ávallt tilbúnir. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Barn fædd­ist í sjúkra­bíl á Vest­ur­lands­vegi í morg­un. Sjúkra­flutn­inga­menn brugðu sér í ljós­móður­störf­in. Fæðing­in gekk ljóm­andi vel og móður og barni heils­ast vel.

Tveir sjúkra­bíl­ar voru send­ir eft­ir konu i Grafar­holti þegar fæðing­in ætlaði að bera brátt að. Töldu sjúkra­flutn­inga­menn­irn­ir að þeir hefðu tíma til að fara með hana á fæðing­ar­deild­ina en barnið var að flýta sér meira í heim­inn en þeir áttu von á svo þeir ákváðu að stöðva bíl­inn úti í veg­arkanti þegar þeir voru komn­ir inn á Vest­ur­lands­veg­inn og tóku þar á móti stúlku­barni upp úr klukk­an átta í morg­un. Fæðing­in gekk vel.

Óvenju mikið hef­ur verið að gera í fæðing­ar­hjálp hjá sjúkra­flutn­inga­mönn­um á B-vakt­inni hjá Slökkviliði höfuðborg­ar­svæðis­ins. Litla stúlk­an sem fædd­ist í gær var þriðja barnið sem fæðist í bíl­un­um á þeirra vakt.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert