Fæddist á Vesturlandsvegi

Sjúkraflutningamenn eru þjálfaðir í að taka á móti börnum þegar …
Sjúkraflutningamenn eru þjálfaðir í að taka á móti börnum þegar það reynist nauðsynlegt og eru því ávallt tilbúnir. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Barn fæddist í sjúkrabíl á Vesturlandsvegi í morgun. Sjúkraflutningamenn brugðu sér í ljósmóðurstörfin. Fæðingin gekk ljómandi vel og móður og barni heilsast vel.

Tveir sjúkrabílar voru sendir eftir konu i Grafarholti þegar fæðingin ætlaði að bera brátt að. Töldu sjúkraflutningamennirnir að þeir hefðu tíma til að fara með hana á fæðingardeildina en barnið var að flýta sér meira í heiminn en þeir áttu von á svo þeir ákváðu að stöðva bílinn úti í vegarkanti þegar þeir voru komnir inn á Vesturlandsveginn og tóku þar á móti stúlkubarni upp úr klukkan átta í morgun. Fæðingin gekk vel.

Óvenju mikið hefur verið að gera í fæðingarhjálp hjá sjúkraflutningamönnum á B-vaktinni hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Litla stúlkan sem fæddist í gær var þriðja barnið sem fæðist í bílunum á þeirra vakt.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert