„Það er öruggt að farið verður yfir þessi mál og reyndar margt fleira. Augljóst er að þessar fjárfestingar orka mjög tvímælis, þótt ekki sé dýpra í árinni tekið,“ segir Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra um fjárfestingar Sjóvár sem leiddu til þess að tryggingafélagið stenst ekki lengur reglur um eiginfjárhlutfall.
Viðskiptaráðherra segir að væntanlega verði þessi mál tekin upp við endurskoðun laga og eftirlits um fjármálastofnanir.