Fyrsta hlassið í Bakkafjöru

Fyrsta hlassinu sturtað í fjöruna í dag.
Fyrsta hlassinu sturtað í fjöruna í dag. Ólafur Eggertsson

Margmenni fylgdist með þegar sturtað var úr fyrsta hlassinu í Landeyjarhöfn í Bakkafjöru í morgun. Með þessu hófst vinna við varnargarðinn við innsiglinguna í Landeyjarhöfn en ætlunin er að búið verði að móta garðinn fyrir haustið áður en vetur skellur á.

Í vetur verður svo unnið frekar að því að þétta garðinn og byggja hann upp. Grjót hefur verið sótt í Seljalandsheiði og það verið flutt niður að farvegi Markarfljóts þar sem því er komið fyrir.

Þaðan er grjótið svo flutt niður á Landeyjarhöfn og hófustu flutningarnir í morgun.

Suðurverk sér um framkvæmdirnar og var Dofri Eysteinsson, framkvæmdastjóri Suðurverks viðstaddur athöfnina, líkt og Sigurður Áss Grétarsson, forstöðumaður hafnasviðs Siglingastofnunar Íslands, Elvar Eyvindsson, sveitarstjóri Rangárþings eystra og Róbert Marshall, þingmaður Samfylkingarinnar.

Frá athöfninni við Landeyjarfjöru í dag.
Frá athöfninni við Landeyjarfjöru í dag. mbl.is/Hrafnhildur Inga
Grjótinu rutt í fjöruna.
Grjótinu rutt í fjöruna. Ólafur Eggertsson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert