Fyrsta hlassið í Bakkafjöru

Fyrsta hlassinu sturtað í fjöruna í dag.
Fyrsta hlassinu sturtað í fjöruna í dag. Ólafur Eggertsson

Marg­menni fylgd­ist með þegar sturtað var úr fyrsta hlass­inu í Land­eyj­ar­höfn í Bakka­fjöru í morg­un. Með þessu hófst vinna við varn­argarðinn við inn­sigl­ing­una í Land­eyj­ar­höfn en ætl­un­in er að búið verði að móta garðinn fyr­ir haustið áður en vet­ur skell­ur á.

Í vet­ur verður svo unnið frek­ar að því að þétta garðinn og byggja hann upp. Grjót hef­ur verið sótt í Selja­lands­heiði og það verið flutt niður að far­vegi Markarfljóts þar sem því er komið fyr­ir.

Þaðan er grjótið svo flutt niður á Land­eyj­ar­höfn og hóf­ustu flutn­ing­arn­ir í morg­un.

Suður­verk sér um fram­kvæmd­irn­ar og var Dof­ri Ey­steins­son, fram­kvæmda­stjóri Suður­verks viðstadd­ur at­höfn­ina, líkt og Sig­urður Áss Grét­ars­son, for­stöðumaður hafna­sviðs Sigl­inga­stofn­un­ar Íslands, Elv­ar Ey­vinds­son, sveit­ar­stjóri Rangárþings eystra og Ró­bert Mars­hall, þingmaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar.

Frá athöfninni við Landeyjarfjöru í dag.
Frá at­höfn­inni við Land­eyj­ar­fjöru í dag. mbl.is/​Hrafn­hild­ur Inga
Grjótinu rutt í fjöruna.
Grjót­inu rutt í fjör­una. Ólaf­ur Eggerts­son
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert