Gunnólfur Lárusson var í dag ráðinn sveitarstjóri í Langanesbyggð. Meirihlutinn samþykkti ráðninguna samhljóða en fulltrúi minnihluta sat hjá. Alls sótti 41 um sveitarstjórastöðuna.
Þegar gengið var frá ráðningunni á aukafundi sveitarstjórnar í dag kom fram að minnihluti sveitarstjórnar hafði ekki verið boðaður til fundar með sveitarstjórn og umsækjendunum tveimur sem boðaðir voru í viðtal. Baðst oddvitinn, Siggeir Stefánsson, afsökunar á því.
Gunnólfur Lárusson á að baki tólf ára reynslu í sveitarstjórnarmálum en hann starfaði sem aðstoðarmaður sveitarstjóra í Búðardal og síðar sem sveitarstjóri þar í tvö ár.