Ræðukóngar Alþingis á þessari öld eru nú sestir í ríkisstjórn að Pétri H. Blöndal undanskildum sem talaði lengst allra á nýafstöðnu þingi.
Allt þar til Pétur náði titlinum, höfðu þingmenn Vinstri grænna skipt honum á milli sín. Steingrímur J. Sigfússon talaði lengst á fjórum þingum af níu á öldinni, Jón Bjarnason á þremur þingum og Ögmundur Jónasson á einu þingi. Steingrímur á metið frá 127. þinginu, þegar hann kom 471 sinni í ræðustól og talaði í tæpar 44 klukkustundir. Þess ber að geta að 129. og 134. þingin voru stutt og teljast ekki með í meðfylgjandi töflu.
Þegar ríkistjórnarskipti urðu 1. febrúar sl. bar svo við að ferðum þremenninganna í VG í ræðustól Alþingis fækkaði stórlega en þingmenn Sjálfstæðisflokksins færðust allir í aukana.