Stemmning í blíðunni

Rjómablíða er nú í höfuðborginni og á hún sinn þátt í að gleðja gesti og gangandi sem taka þátt í Listahátíð í Reykjavík. Götulistamenn frá áströlsku borginni Melbourne halda sýningu á rúmlega fjögurra metra háum sveigjanlegum stöngum á Austurvelli og þar og annars staðar er margmenni saman komið.

Norskar hjólhýsakonur, það er fimm stórir skúlptúrar á hjólum, fara um borgina og við tjörnina hefur verið uppákoma fyrir alla fjölskylduna.

Þéttsetið er á útikaffihúsum og mikil stemmning en í dag er einnig fjölmenningardagur í borginni. Þá er heitt eins og á hásumardegi en hiti mældist tæplega 18 stig á ýmsum stöðum vestanlands nú síðdegis.  

Góð stemmning er í bænum í blíðunni
Góð stemmning er í bænum í blíðunni mbl.is/Golli
Norskar hjólhýsakonur
Norskar hjólhýsakonur mbl.is/Golli
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka