Stórri rútu stolið

UH-941 50 manna Scania-rútu var stolið en henni svipar til …
UH-941 50 manna Scania-rútu var stolið en henni svipar til þessarar.

Brotist var inn hjá fyrirtækinu Bílar og fólk að Krókhálsi 12 í nótt og miklar skemmdir unnar á innanstokksmunum. Þjófarnir stálu stórri rútu auk þess sem þeir fóru út með tölvur og önnur verðmæti.

Númerið á rútunni er UH-941 og er um 50 manna Scania-rútu að ræða.

Meðfylgjandi er mynd af rútu sem svipar til þeirrar sem stolið var.

Að sögn Óskars Stefánssonar, framkvæmdastjóra fyrirtækisins, var rúða brotin og farið inn um glugga á skrifstofu.

„Þar var rótað í öllum skjölum og tölvu stolið. Í framhaldi af því fara þeir niður í verkstæðisaðstöðuna og komast þar inn í rútu sem var í viðgerð, 50 manna rútu, finna lykla og keyra hana svo út.“

Í fyrstu var talið að Sprinter hópferðabifreið hefði einnig verið stolið en nú er ljóst að um misskilning var að ræða.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert