Áætla má að þúsundir manna séu í miðborg Reykjavíkur þessa stundina þar sem áströlsku götulistamennirnir Forboðnir ávextir sýna á ný listir sínar í annað sinn í dag en þeir eru staddir hér á landi í tengslum við Listahátíð í Reykjavík, sem hófst í gær.
Mikil veðurblíða er í höfuðborginni og mældist hitinn þar 16,5 stig á opinberan mæli Veðurstofunnar. Heitast var þá á landinu á Þingvöllum, 18 stig.