Tjáir sig ekki um ESB atkvæðagreiðslu

„Ég ætla ekki að tjá mig um at­kvæðagreiðsluna í þing­inu á þessu stigi en ég tel að það sé lýðræðis­leg­ur rétt­ur alls al­menn­ings að taka af­stöðu til þessa máls. Reynd­ar finnst mér að þjóðar­at­kvæðagreiðslu ætti að inn­leiða í miklu rík­ari mæli en gert er,“ seg­ir Svandís Svavars­dótt­ir, spurð hvort hún muni greiða at­kvæði með þings­álykt­un­ar­til­lögu um viðræður við ESB. 

Um hver afstaða henn­ar til aðild­ar­viðræðna við ESB sé svar­ar Svandís: 

„Það er mín ein­dregna skoðun að það sé ekki skyn­sam­legt fyr­ir Ísland að ger­ast aðili að Evr­ópu­sam­band­inu. Ég er hins veg­ar jafn­framt þeirr­ar skoðunar að al­menn­ing­ur eigi að fá að taka upp­lýsta af­stöðu til aðild­ar.“

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert