„Ég ætla ekki að tjá mig um atkvæðagreiðsluna í þinginu á þessu stigi en ég tel að það sé lýðræðislegur réttur alls almennings að taka afstöðu til þessa máls. Reyndar finnst mér að þjóðaratkvæðagreiðslu ætti að innleiða í miklu ríkari mæli en gert er,“ segir Svandís Svavarsdóttir, spurð hvort hún muni greiða atkvæði með þingsályktunartillögu um viðræður við ESB.
Um hver afstaða hennar til aðildarviðræðna við ESB sé svarar Svandís:
„Það er mín eindregna skoðun að það sé ekki skynsamlegt fyrir Ísland að gerast aðili að Evrópusambandinu. Ég er hins vegar jafnframt þeirrar skoðunar að almenningur eigi að fá að taka upplýsta afstöðu til aðildar.“