Vaxtastefnunni hafi verið lýst í viljayfirlýsingunni

Seðlabankinn.
Seðlabankinn. mbl.is/Ómar

Ákvörðun um stýrivaxtastig er í höndum peningastefnunefndar Seðlabankans en vaxtastefnunni er lýst í samningsskjali Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (IMF) og íslenskra stjórnvalda. Þetta segir Franek Rozwadowsky, sendifulltrúi IMF hér á landi, sem telur ekki svigrúm til frekari vaxtalækkana að sinni.

„Í áætlun Íslands er litið svo á að vaxtalækkun sé háð því að traust ríki, sem endurspeglast í stöðugu eða jafnvel stígandi gengi,“ segir Rozwadowsky. „Undanfarið höfum við séð mjög djarfa lækkun stýrivaxta, um fimm próstentustig, við síðustu þrjár ákvarðanir og gengið hefur verið að mestu stöðugt. Núna er gengið hins vegar komið niður undir sitt lægsta frá byrjun kreppunnar sem bendir til að ekki sé rúm fyrir frekari lækkanir stýrivaxta í bili.“

Hann segir viljayfirlýsinguna, sem er samningsskjal íslenskra yfirvalda og IMF, mynda rammann fyrir vaxtastefnuna en Seðlabankinn ákveði vextina. Inntur eftir því hvort IMF reyni að hafa áhrif á ákvörðun Seðlabankans segir Rozwadowsky: „Við komum viðhorfi okkar á framfæri, eins og núna.“

Enn hefur önnur útborgun láns IMF ekki borist eins og búist var við. Rozwadowsky segir útborganir ekki fastsettar ákveðna daga, heldur komi þær að að lokinni reglulegri endurskoðun áætlunarinnar. Þróun í stjórnmálum innanlands, þ.e. fall ríkisstjórnarinnar, myndun minnihlutastjórnar og kosningar hafi tafið þá endurskoðun. „Það hefur þó ekki skapað vandamál fyrir okkur. Ef eitthvað er þá er þróunin frekar jákvæð því það er mikilvægt að ríkisstjórnin hafi skýrt umboð til að takast á við vandamálin sem kreppan skapaði, svo fremi sem þau fylgja grunnþáttum áætlunarinnar.“

Hann segir einhvern tíma taka að ljúka endurskoðuninni, sem sé forsenda útborgunarinnar. Sendinefnd IMF þurfi að koma til landsins og ganga þurfi frá gögnum og skýrslugerð til stjórnar sjóðsins. „En ég myndi segja að það yrði bráðlega.“

Vaxtalækkun ýmsu háð

Í október sl. hækkaði Seðlabankinn stýrivexti eftir skammvinna lækkun, á þeirri forsendu að hækkun vaxta væri hluti samkomulagsins við IMF. Steingrímur segir það hafa verið eitt af upphafsskilyrðum samningsins sem gilti ekki um ferlið upp frá því. „Það eru engin sambærileg skilyrði í gangi núna.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert