Vaxtastefnunni hafi verið lýst í viljayfirlýsingunni

Seðlabankinn.
Seðlabankinn. mbl.is/Ómar

Ákvörðun um stýri­vaxta­stig er í hönd­um pen­inga­stefnu­nefnd­ar Seðlabank­ans en vaxta­stefn­unni er lýst í samn­ings­skjali Alþjóðagjald­eyr­is­sjóðsins (IMF) og ís­lenskra stjórn­valda. Þetta seg­ir Fra­nek Rozwadow­sky, sendi­full­trúi IMF hér á landi, sem tel­ur ekki svig­rúm til frek­ari vaxta­lækk­ana að sinni.

„Í áætl­un Íslands er litið svo á að vaxta­lækk­un sé háð því að traust ríki, sem end­ur­spegl­ast í stöðugu eða jafn­vel stíg­andi gengi,“ seg­ir Rozwadow­sky. „Und­an­farið höf­um við séð mjög djarfa lækk­un stýri­vaxta, um fimm pró­stentu­stig, við síðustu þrjár ákv­arðanir og gengið hef­ur verið að mestu stöðugt. Núna er gengið hins veg­ar komið niður und­ir sitt lægsta frá byrj­un krepp­unn­ar sem bend­ir til að ekki sé rúm fyr­ir frek­ari lækk­an­ir stýri­vaxta í bili.“

Hann seg­ir vilja­yf­ir­lýs­ing­una, sem er samn­ings­skjal ís­lenskra yf­ir­valda og IMF, mynda ramm­ann fyr­ir vaxta­stefn­una en Seðlabank­inn ákveði vext­ina. Innt­ur eft­ir því hvort IMF reyni að hafa áhrif á ákvörðun Seðlabank­ans seg­ir Rozwadow­sky: „Við kom­um viðhorfi okk­ar á fram­færi, eins og núna.“

Enn hef­ur önn­ur út­borg­un láns IMF ekki borist eins og bú­ist var við. Rozwadow­sky seg­ir út­borg­an­ir ekki fast­sett­ar ákveðna daga, held­ur komi þær að að lok­inni reglu­legri end­ur­skoðun áætl­un­ar­inn­ar. Þróun í stjórn­mál­um inn­an­lands, þ.e. fall rík­is­stjórn­ar­inn­ar, mynd­un minni­hluta­stjórn­ar og kosn­ing­ar hafi tafið þá end­ur­skoðun. „Það hef­ur þó ekki skapað vanda­mál fyr­ir okk­ur. Ef eitt­hvað er þá er þró­un­in frek­ar já­kvæð því það er mik­il­vægt að rík­is­stjórn­in hafi skýrt umboð til að tak­ast á við vanda­mál­in sem krepp­an skapaði, svo fremi sem þau fylgja grunnþátt­um áætl­un­ar­inn­ar.“

Hann seg­ir ein­hvern tíma taka að ljúka end­ur­skoðun­inni, sem sé for­senda út­borg­un­ar­inn­ar. Sendi­nefnd IMF þurfi að koma til lands­ins og ganga þurfi frá gögn­um og skýrslu­gerð til stjórn­ar sjóðsins. „En ég myndi segja að það yrði bráðlega.“

Vaxta­lækk­un ýmsu háð

Í októ­ber sl. hækkaði Seðlabank­inn stýri­vexti eft­ir skamm­vinna lækk­un, á þeirri for­sendu að hækk­un vaxta væri hluti sam­komu­lags­ins við IMF. Stein­grím­ur seg­ir það hafa verið eitt af upp­hafs­skil­yrðum samn­ings­ins sem gilti ekki um ferlið upp frá því. „Það eru eng­in sam­bæri­leg skil­yrði í gangi núna.“

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert