Björgunarsveitarmenn komu að bílveltu

Félagar í Björgunarsveitinni Suðurnes, sem voru á leið heim af landsþingi Slysavarnafélagsins Landsbjargar, sem haldið var á Akureyri um helgina, óku fram á bílveltu rétt sunnan við Staðarskála í Hrútafirði um hálf fimm í dag.
 
Ökumaðurinn var einn í bílnum, sem var á hvolfi þegar björgunarsveitina bar að. Náðu  björgunarsveitarmennirnir manninum úr bílnum, settu í hálskraga og á bakbretti. Hann var svo fluttur í björgunarsveitarbílnum á móti sjúkrabíl sem kom frá Hvammstanga. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert