Forsetinn sendi Jóhönnu Guðrúnu kveðju

Jóhanna Guðrún á sviðinu í Moskvu í gærkvöldi.
Jóhanna Guðrún á sviðinu í Moskvu í gærkvöldi. Reuters

Ólafur Ragnar Grímsson sendi í gærkvöldi Jóhönnu Guðrúnu Jónsdóttur, höfundum og flytjendum íslenska lagsins í Evróvisjónkeppninni hamingjuóskir frá sér og Dorrit Mousaieff.

Í kveðjunni sagði Ólafur Ragnar einnig, að íslenska þjóðin samfagnaði þeim innilega og væri afar stolt af árangri þeirra.

Íslenska lagið, Is it True?, sem Jóhanna Guðrún söng, varð í 2. sæti á eftir Noregi í keppnini. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka