Mikil stemmning á Austurvelli

Mikill mannfjöldi er á Austurvelli.
Mikill mannfjöldi er á Austurvelli. mbl.is/Golli

Góð stemmning er á Austurvelli þar sem mikill mannfjöldi er saman kominn til að taka á móti Jóhönnu Guðrúnu Jónsdóttur og öðrum í Evróvisjónhópnum, sem í dag kom heim frá Moskvu. Rúmlega 19 stiga hiti er í miðborginni.

Páll Óskar stýrir samkomunni. Gert er ráð fyrir að Jóhanna Guðrún Jónsdóttir og félagar hennar stigi á svið um klukkan 18.

Það eru Reykjavíkurborg og Ríkisútvarpið, sem standa fyrir samkomunni í tilefni af velgengni íslenska hópsins í Evrópusöngvakeppninni. Sjónvarpað er beint frá athöfninni.

Páll Óskar stýrir samkomunni.
Páll Óskar stýrir samkomunni. mbl.is/Golli
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert