Arðgreiðsla heldur uppi grunnþjónustu

Orkuveita Reykjavíkur
Orkuveita Reykjavíkur mbl.is/ÞÖK

Hanna Birna Kristjánsdóttir borgarstjóri er samþykk sjónarmiðum stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur um arðgreiðslur til eigenda. Borgin á 93,5% félagsins. Gert er ráð fyrir arðgreiðslunum í fjárhagsáætlunum sveitarfélaganna.

„Ég minni á að fyrirtækið er í eigu íbúa Reykjavíkur og ekkert óeðlilegt að það sinni samfélagslegri skyldu sinni. Peningarnir fara í að halda uppi nauðsynlegri grunnþjónustu og til að vernda störfin,“ segir Hanna Birna. Hún telur ekki sanngjarnt að tengja greiðslurnar við hagræðingu sem ráðist hafi verið í hjá orkuveitunni eins og öðrum borgarfyrirtækjum.

Gunnar Sigurðsson, forseti bæjarstjórnar Akraness, segir í yfirlýsingu að grípa þyrfti til harðari aðgerða ef arðgreiðslan kæmi ekki.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert