Átta þingmenn héldu jómfrúrræður sínar í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra á Alþingi í kvöld eða tæplega þriðjungur þeirra 27 nýju þingmanna, sem kjörnir voru á þing í apríl.
Þetta voru þrír þingmenn Borgarahreyfingarinnar, þau Birgitta Jónsdóttir, Margrét Tryggvadóttir og Þór Saari, tveir þingmen Framsóknarflokksins, þau Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Vigdís Hauksdóttir, Ásbjörn Óttarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, Sigmundur Ernir Rúnarsson, þingmaður Samfylkingarinnar og Ásmundur Einar Daðason, þingmaður VG.
Tveir nýir þingmenn, Guðmundur Steingrímsson, Framsóknarflokki og Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, VG, töluðu einnig í umræðunni en þau hafa bæði setið á þingi sem varaþingmenn áður.