Forsætisráðherra flytur stefnuræðu í kvöld

Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra.
Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra. mbl.is/Kristinn

Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, flytur stefnuræðu sína á Alþingi í kvöld klukkan 19:50 og verður ræðunni og umræðum um hana útvarpað og sjónvarpað í Ríkisútvarpinu.

Umræðurnar skiptast í þrjár umferðir. Ræðumenn Samfylkingarinnar verða, auk Jóhönnu, Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra, og Sigmundur Ernir Rúnarsson.

Ræðumenn fyrir Sjálfstæðisflokk verða Bjarni Benediktsson, Ólöf Nordal og  Ásbjörn Óttarsson.

Ræðumenn fyrir Vinstrihreyfinguna - grænt framboð verða Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra, Guðfríður Lilja Grétarsdóttir og Ásmundur Einar Daðason.

Framsóknarflokk tala Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Vigdís Hauksdóttir og Guðmundur Steingrímsson.

Fyrir Borgarahreyfinguna tala Þór Saari, Birgitta Jónsdóttir og Margrét Tryggvadóttir.

Samkvæmt þessu munu átta þingmenn flytja jómfrúrræðu sína í umræðunum í kvöld.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert