Heildarlaun gætu farið yfir laun ráðherra

Jóhanna Sigurðardóttir og Steingrímur J. Sigfússon, oddvitar ríkisstjórnarflokkanna.
Jóhanna Sigurðardóttir og Steingrímur J. Sigfússon, oddvitar ríkisstjórnarflokkanna. mbl.is/Golli

Steingrímur J. Sigfússon segir að sú stefna ríkisstjórnarinnar að engin ríkislaun verði hærri en laun forsætisráðherra eigi við almennt fyrir ríkisstofnanir og hlutafélög í eigu ríkisins. Í ákveðnum tilfellum sé þó erfitt að koma í veg fyrir að fólk verði á hærri heildarlaunum.

Spurningu um hvort „ríkislaun“ ættu við um hin ýmsu fyrirtæki ríkisins, svo sem Landsvirkjun og önnur slík, svarar fjármálaráðherra játandi; hlutafélög í eigu ríkisins ættu að framfylgja hinni almennu stefnu. „En ég tek fram að þetta eru markmið, stefnumótandi yfirlýsing. Svona lagað gerist ekki í einu vetfangi og næst ekki fram nema með undirbúningi, en við teljum réttlætanlegt að setja þetta viðmið; að laun forsætisráðherra myndi ákveðið þak í hina opinbera launakerfi og allir eigi að geta verið vel haldnir af því.“

Læknar eru margir með lægri grunnlaun en töluvert hærri heildarlaun en forsætisráðherra vegna mikillar vinnu. Ráðherra var spurður út um slík tilfelli:

„Að sjálfsögðu geta verið þær aðstæður uppi að vegna aðstæðna verði menn að vinna svo mikið að þeir fari upp úr slíku launaþaki. Þá verður það væntanlega skoðað og menn verða að sýna slíkum aðstæðum skilning. Auðvitað er ekki hægt að gefa út eina algilda reglu í þessum efnum en í fjármálaráðuneytinu munum við fara í gegnum allan launastrúktur hins opinbera með því hugarfari að ná niður launakostnaðinum ofan frá. Það getur auðvitað birst í fleiru en beinni launalækkun og að sjálfsögðu er ekki ætlunin að hrófla við föstum, umsömdum launum samkvæmt kjarasammningum eða kauptöxtum. En ýmsar aðrar greiðslar verða skoðaðar, fyrir óunna yfirvinnu, aukavaktir og fleira, sem mynda stundum mjög há laun að lokum.“

Nánar er fjallað um málið í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka